sun 21.feb 2021
[email protected]
Spánn: Botnliðið náði í sigur - Jafnt í Bilbao
 |
Öðru marki Huesca fagnað |
Tveir leikir fóru fram í spænsku La Liga í kvöld. Athletic og Villarreal gerðu 1-1 jafntefli og Huesca vann Granada í markaleik.
Gestirnir í Granada komust yfir en botnlið Huesca svaraði með þremur mörkum fyrir hlé. Alberto Soro minnkaði muninn fyrir Granada í seinni hálfleik en lengra komust gestirnir ekki. Huesca er nú tveimur stigum frá öruggu sæti.
Villarreal gat styrkt stöðu sína í Evrópubaráttunni með sigri á útivelli í Bilbao. Gerard Moreno kom Villarreal yfir en mark Alex Bernguer tryggði heimamönnum stig. Villarreal er áfram í sjötta sætinu, stigi fyrir ofan Real Betis.
Athletic 1 - 1 Villarreal 0-1 Gerard Moreno ('16 )
1-1 Alex Berenguer ('44 )
Huesca 3 - 2 Granada CF 0-1 Domingos Quina ('8 )
0-1 Rafa Mir ('16 , klúðrað víti)
1-1 Dani Escriche ('31 )
2-1 Jorge Pulido ('39 )
3-1 Dimitri Foulquier ('44 , sjálfsmark)
3-2 Alberto Soro ('59 )
Rautt spjald: German Sanchez, Granada CF ('90)
|