lau 27.feb 2021
Æfingaleikir: Siggi Bond skoraði í jafntefli gegn ÍA
Bond fagnar
ÍA 2 - 2 Þróttur V.

Þróttarar heimsóttu í dag ÍA í Akraneshöllina og mættust liðin í æfingaleik. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Það voru þeir Benjamín Mehic og Gísli Laxdal Unnarsson sem skoruðu mörk heimamanna í leiknum.

Mörk gestanna skoruðu þeir Sigurður Gísli Bond Snorrason og Örn Rúnar Magnússon.

Þá er ljóst hver vinnur æfingamótið Boreal cup, þar sem lið í 4. deildinni mætast innbyrðis, í gærkvöldi. Uppsveitir fullkomnuðu sitt mót með 1-0 sigri gegn RB, tólf stig úr fjórum leikjum. Það var Pétur Geir Ómarsson sem skoraði eina mark leiksins í seinni hálfleik. Sjá má Pétur með Boreal bikarinn hér að neðan.