fös 30.apr 2021
Þýski bikarinn: Forsberg kom Leipzig í úrslit eftir framlengingu
Werder 1 - 2 RB Leipzig
0-1 Emil Forsberg ('93 )
1-1 Leonardo Bittencourt ('105 )
1-2 Emil Forsberg ('120 )

RB Leipzig mun leika til úrslita í þýska bikarnum. Það var ljóst eftir 1-2 sigur í Bremen í kvöld. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma.

Emil Forsberg skoraði fyrsta mark leiksins á þriðju mínútu framlengingar. Hee-Chan Hwang átti þá skot sem Forsberg fylgdi á eftir.

Werder jafnaði leikinn á fyrstu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Leonardo Bittencourt hirti boltann og skoraði eftir mistök varnarmanns.

Það var svo Forsberg sem skoraði sigurmarkið á lokamínútu framlengingarinnar en hann skoraði eftir stungusendingu Hwang.

Leipzig mætir annað hvort Dortmun eða Holstein Kiel í úrslitaleik en þau mætast á morgun í hinu einvíginu í undanúrslitunum. Úrslitaleikurinn fer fram 13. maí.