fim 06.maí 2021
Fjögur félög gćtu fengiđ tveggja ára bann frá Evrópukeppnum
ESPN greinir frá ţví ađ stjórnendur UEFA séu alvarlega ađ íhuga ađ setja fjögur félagsliđ í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum vegna fyrirhugađrar Ofurdeildar Evrópu.

Áform um Ofurdeild voru kynnt í síđasta mánuđi og gjörsamlega skotin á bólakaf af knattspyrnuheiminum. Ţau tólf félög sem vildu stofna deildina hafa flest dregiđ stuđning sinn til baka og beđist afsökunar.

Nokkur félög hafa ţó ekki dregiđ stuđning sinn viđ Ofurdeildina til baka og geta búist viđ alvarlegri refsingu frá UEFA. Heimildarmađur ESPN innan UEFA segir áform vera uppi um ađ setja Real Madrid, Barcelona, Juventus og AC Milan í tveggja ára bann frá öllum Evrópukeppnum.

UEFA hefur náđ samkomulagi um refsingu viđ stofnfélögin sem drógu sig til baka, en ţau eru Arsenal, Chelsea, Liverpool, Man City, Man Utd, Tottenham og Atletico Madrid. Ţá er ekki langt í ađ samkomulag náist einnig viđ Inter.

„Ţađ er mikill munur á ţćtti hvers félagsliđs fyrir sig í ţessu. Viđ skiptum ţessu í ţrjá flokka sem fá mismunandi refsingar," sagđi Aleksander Ceferin, forseti UEFA.

„Í fyrsta flokknum eru ensku félögin sex sem viđurkenndu mistökin strax og drógu sig til baka. Í nćsta flokki eru félögin ţrjú sem drógu sig til baka í kjölfariđ (Atletico, Milan og Inter) og svo eru hin félögin, ţessi sem halda ađ jörđin sé flöt og ađ Ofurdeildin sé enn á lífi (Juventus, Barcelona, Real Madrid)."

Stađa AC Milan er nokkuđ óljós en ítalska félagiđ er taliđ tilheyra síđasta flokkinum ásamt Barca og Real frekar heldur en öđrum flokki međ Atletico og Inter.