fim 06.maí 2021
Ísland byrjar undankeppnina gegn Evrópumeisturunum
Mynd: Getty Images

Íslenska kvennalandsliðið er í riðli með Hollandi, Tékklandi, Hvíta-Rússlandi og Kýpur í undankeppni fyrir HM 2023 í Eyjaálfu.

UEFA hefur staðfest leikdaga undankeppninnar og byrja Stelpurnar okkar á heimaleik gegn Evrópumeisturum Hollands 21. september.

Næsti leikur verður gegn Tékklandi mánuði síðar og eru þetta án efa erfiðustu andstæðingarnir í riðlakeppninni.

Leikir Íslands:
21. september 2021 - Ísland - Holland

22. október 2021 - Ísland - Tékkland

26. október 2021 - Ísland - Kýpur

30 nóvember 2011 - Kýpur - Ísland

7. apríl 2022 - Hvíta Rússland - Ísland

12. apríl 2022 - Tékkland - Ísland

2. september 2022 - Ísland - Hvíta Rússland

6. september 2022 - Holland - Ísland