fim 06.maí 2021
Rúmenía: Rúnar Már og félagar með fimm stiga forystu
Academica Clinceni 0 - 1 CFR Cluj
0-1 C. Itu ('6)

Rúnar már Sigurjónsson kom inn á 66. mínútu í 0-1 sigri CFR Cluj gegn Academica Clinceni í rúmensku deildinni.

Rúnar Már hefur verið öflugur frá komu sinni til CFR og hefur liðinu verið að ganga vel í toppbaráttunni.

CFR er á toppi deildarinnar með 45 stig, fimm stigum meira en FC Steaua Bucharest sem á þó einn leik til góða.

Það eru aðeins fjórar umferðir eftir af tímabilinu og stefnir CFR Cluj á fjórða deildartitilinn í röð og þann sjöunda í sögunni.