fim 06.maí 2021
Lengjudeild kvenna: Haukar unnu grannana og Augnablik lagði KR
Augnablik
Kristín Erna í treyju ÍBV (er í dag leikmaður Víkings)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Liðunum sem spáð er upp úr Lengjudeildinni töpuðu bæði í dag.

KR komst yfir gegn Augnabliki en heimakonur svöruðu með tveimur og var það varamaðurinn Harpa Helgadóttir sem skoraði sigurmarkið.Svana Rún hafði komið KR yfir en Viktoría París jafnaði fyrir Augnablik.

Grótta vann endurkomusigur gegn ÍA þar sem María Lovísa skoraði sigurmarkið þegar skammt var eftir. Áður hafði Védís Agla komið ÍA yfir og Tinna Jónsdóttir jafnað fyrir Gróttu.

Haukar komust í 2-0 gegn grönnum sínum í FH í kvöld. Berglind Þrastardóttir og Hildur Karitas skoruðu mörkin. Það var svo Rannveig Bjarnadóttir sem minnkaði muninn úr vítaspyrnu, lokatölur 2-1 á Ásvöllum.

Þá gerðu Afturelding og Grindavík 2-2 jafntefæi í Mosfellsbæ þar sem Guðrún Elísabet skoraði bæði mörk heimakvenna en þær Viktoría Sól og Unnur Stefánsdóttir skoruðu mörk Grindavíkur.

Loks gerðu Víkingur og HK 3-3 jafntefli í Víkinni. Kristín Erna skoraði öll þrjú mörk Víkings og Ragnheiður Kara skoraði tvö mörk fyrir HK. María Lena skoraði annað mark HK í leiknum.

Augnablik 2 - 1 KR
0-1 Svana Rún Hermannsdóttir ('56)
1-1 Viktoría París Sabido ('59)
2-1 Harpa Helgadóttir ('77)

Grótta 2 - 1 ÍA
0-1 Védís Agla Reynisdóttir ('17)
1-1 Tinna Jónsdóttir ('58)
2-1 María Lovísa Jónasdóttir ('84)

Haukar 2 - 1 FH
1-0 Berglind Þrastardóttir
2-0 Hildur Karitas Gunnarsdóttir
2-1 Rannveig Bjarnadóttir, víti

Afturelding 2 - 2 Grindavík
1-0 Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('21)
1-1 Viktoría Sól Sævarsdóttir ('56)
1-2 Unnur Stefánsdóttir ('71)
2-2 Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('83)

Víkingur R. 3 - 3 HK
1-0 Kristín Erna Sigurlásdóttir ('4)
1-1 Ragnheiður Kara Hólm Örnudóttir ('8)
2-1 Kristín Erna Sigurlásdóttir ('48)
2-2 María Lena Ásgeirsdóttir ('51)
3-2 Kristín Erna Sigurlásdóttir ('53)
3-3 Ragnheiður Kara Hólm Örnudóttir ('53)