fös 07.maí 2021
Grótta fćr Kára Daníel frá Val (Stađfest) - Ţrír framlengja
Kári Daníel viđ hliđ Sverris Páls Hjaltested í Boganum.
Ţrír framlengja
Mynd: Grótta

Kári Daníel Alexandersson mun leika međ Gróttu í Lengjudeildinni í sumar.

Varnarmađurinn kemur á láni frá Val, á síđustu leiktíđ lék hann međ Njarđvík í 2. deild.

Kári er fćddur áriđ 2003 og er unglingalandslismađur. Hann á ađ baki sex leiki međ U17 og hefur ćft međ U19 í vetur.

Í fyrra lék hann sautján leiki og skorađi eitt mark í 2. deildinni.

„Knattspyrnudeild Gróttu hefur náđ samkomulagi viđ knattspyrnufélagiđ Val um ađ Kári Daníel Alexandersson muni spila međ félaginu í sumar. Kári er fćddur áriđ 2003 og á ađ baki sex leiki fyrir U17 ára landsliđ Íslands. Grótta býđur Kára velkominn á Nesiđ," segir í tilkynningu Gróttu.

Liđiđ mćtir Ţór í fyrstu umferđ Lengjudeildarinnar klukkan 18:00 í kvöld.

Í gćr tilkynnti Grótta einnig ađ ţrír leikmenn hefđu framlengt samninga sína út tímabiliđ 2022. Ţađ eru ţeir Jón Ívan Rivine, Júlí Karlsson og Björn Axel Guđjónsson.

„Allir eiga ţeir langan feril ađ baki hjá Gróttu og hafa komiđ gríđarlega sterkir til leiks á undirbúningstímabilinu. Ţađ er mikill fengur fyrir Gróttu ađ njóta krafta ţeirra sem mun nýtast vel í sterkri Lengjudeild í sumar," segir í tilkynningu Gróttu.