sun 09.maí 2021
Réđust á dóttur ţjálfarans
Gianluca Grassadonia.
Dóttir Gianluca Grassadonia, ţjálfara Pescara í ítölsku B-deildinni, varđ fyrir árás frá stuđningsmönnum Salernitana.

Pescara og Salernitana mćtast á morgun í gríđarlega mikilvćgum leik fyrir Salernitana sem getur tryggt sér beint sćti í A-deildinni en Pescara er ţegar falliđ niđur í C-deildina.

Grassadonia býr í Salerno međ fjölskyldu sinni og í gćrkvöldi var dóttur hans hrint og sparkađ í hana af nokkrum stuđningsmönnum Salernitana sem vildu skelfa Grassadonia fyrir leikinn á morgun.

Salernitana sendi frá sér yfirlýsingu ţar sem árásin er fordćmd og sagt ađ ekkert réttlćti ţessa hegđun, hún eigi ekkert tengt viđ íţróttir og gerendurnir séu glćpamenn.

Grassadonia ţakkar fyrir stuđninginn sem fjölskylda hans hefur fengiđ í kjölfar árásarinnar en segir ţađ alveg ljóst ađ fjölskyldan muni flytja frá borginni.