sun 09.maí 2021
Davíđ Smári settist hjá stuđningsmönnum Aftureldingar eftir rauđa spjaldiđ
Afturelding og Kórdrengir áttust viđ í fyrstu umferđ Lengjudeildarinnar í gćr.

Mikiđ gekk á í leiknum en Kórdrengirnir náđu forystunni ţegar Connor Mark Simpson skorađi í byrjun síđari hálfleiks.

Afturelding gafst hins vegar ekki upp og jafnađi metin í uppbótartímanum. Ţar var ađ verki Patrekur Orri Guđjónsson og ţví niđurstađan 1-1 jafntefli.

Davíđ Smári Lamude, ţjálfari Kórdrengja, fékk rautt undir lok fyrri hálfleiks en hann var eitthvađ ósáttur međ dómara leiksins.

Ţegar Davíđ Smári var rekinn burt ţá ákvađ hann ađ fá sér sćti hjá stuđningsmönnum Aftureldingar og horfa á restina af leiknum ţar.
Myndir af Davíđ Smára má sjá hér fyrir neđan.