sun 09.maí 2021
Noregur: Samúel Kári á skotskónum - Alfons lagði upp
Samúel Kári Friðjónsson skoraði fyrir Viking
Norska úrvalsdeildin byrjar með pompi og prakt fyrir íslensku leikmennina en Samúel Kári Friðjónsson skoraði fyrir Viking í 3-1 sigri á Brann á meðan Alfons Sampsted lagði upp í 3-0 sigri norsku meistaranna í Bodö/Glimt.

Samúel Kári var í byrjunarliði Viking í dag en hann var fljótur að minna á sig. Hann skoraði á 19. mínútu leiksins í góðum 3-1 sigri áður en honum var skipt af velli á 69. mínútu.

Alfons Sampsted lagði þá upp fyrsta mark Bodö/Glimt sem hefur titilvörnina á þægilegum 3-0 sigri. Það tók hann aðeins átta mínútur að leggja upp mark í deildinni.

Björn Bergmann Sigurðarson spilaði þrettán mínútur í 2-0 sigri Molde á Kristianstund. Brynjólfur Darri Willumsson, sem kom til Kristiansund frá Breiðabliki fyrir tímabilið kom inná sem varamaður í hálfleik.

Í kvöld fer svo fram leikur Vålerenga og Rosenborg en Viðar Örn Kjartansson og Hólmar Örn Eyjólfsson eigast við í hörkuleik. Þeir byrja báðir.