fim 13.maí 2021
3. deild: Höttur/Huginn lagđi Tindastól í spennuleik - Pape skorađi
Höttur/Huginn fer vel af stađ undir stjórn Brynjars Árnasonar (hér til vinstri).
Tindastóll 2 - 3 Höttur/Huginn
1-0 Pape Mamadou Faye ('10)
1-1 Pablo Carrascosa ('12)
2-1 Halldór Broddi Ţorsteinsson ('22)
2-2 Ion Perelló Machi ('54)
2-3 Knut Erik Myklebust ('82)

Höttur/Huginn náđi ađ knýja fram sigur gegn Tindastóli ţegar liđin áttust viđ í 3. deild karla í dag.

Tindastóll var ađ leika sinn fyrsta leik í sumar eftir ađ leik ţeirra í fyrstu umferđ gegn KFG var frestađ vegna smita á Sauđárkróki.

Pape Mamadou Faye byrjar vel fyrir Tindastól ţví hann kom ţeim yfir á tíundu mínútu leiksins međ laglegri afgreiđslu. Höttur/Huginn var ekki lengi ađ jafna ţví Pablo Carrascosa svarađi tveimur mínútum síđar.

Ţađ voru heimamenn sem leiddu í hálfleik; Halldór Broddi Ţorsteinsson kom Stólunum aftur í forystu á 22. mínútu leiksins og var stađan 2-1 í hálfleik.

Brynjar Árnason, ungur ţjálfari Hattar/Hugins, fór vel yfir málin međ sínum mönnum í hálfleik og ţeir jöfnuđu á 54. mínútu. Ion Perelló Machi skorađi og svo ţegar átta mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma kom sigurmarkiđ í leiknum. Ţađ gerđi Knut Erik Myklebust fyrir Hött/Hugin; lokatölur 2-3.

Höttur/Huginn fer vel af stađ í sumar og er međ fullt hús eftir tvo leiki. Ţetta var sem fyrr segir fyrsti leikur Tindastóls. Deildin heldur áfram ađ rúlla á morgun og á laugardaginn.