lau 15.maí 2021
Kjartan Atli spáir í fjórđu umferđ Pepsi Max-deildarinnar
Kjartan Atli viđ hliđ Tómasar Inga Tómassonar.
Tvö frá Lennon
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Böddi löpp var međ ţrjá rétta ţegar hann spáđi í leiki 3. umferđar í Pepsi Max-deild karla. Hann varđ međ ţví sá getspakasti af spámönnum Fótbolta.net til ţessa í sumar.

Kjartan Atli Kjartansson er ţáttarstjórnandi í Pepsi Max stúkunni á Stöđ 2 Sport. Hann er spámađur fyrir 4. umferđ deildarinnar sem hefst á sunnudag og lýkur á mánudag.

Víkingur 2 - 3 Breiđablik (Sunnudag 19:15)
Blikar taka ţennan leik 2-3. Markaleikir hjá báđum liđum í síđustu umferđ, sóknarmenn búnir ađ finna taktinn og reima á sig markaskóna. Thomas Mikkelsen heldur áfram ađ setja hann og ég spái ţví ađ einn af skemmtilegri leikmönnum deildarinnar, ađ mínu mati, Erlingur Agnarsson skori allavega eitt fyrir Víking.

Leiknir R 1 - 1 Fylkir (Sunnudag 19:15)
Hér sé ég jafntefli í kortunum og held ađ bćđi liđ skori. Segjum 1-1. Seđlabankastjórinn lćđir inn einu fyrir Fylki. Dagur Austmann skorar mark Leiknis. Ţetta verđur baráttuleikur.

Keflavík 1 - 2 KA (Mánudag 18:30)
Í gegnum tíđina hef ég ekki séđ neitt liđ oftar en Keflavík, ég verđ enn "starstruck" ţegar ég hitti leikmenn liđsins frá tíunda áratug síđustu aldar. Mađur var spenntur ađ sjá liđiđ í Pepsi Max deildinni og hafa Keflvíkingar veriđ sprćkir. KA er ţó ólseigt liđ og ég held ađ Akureyringarnir haldi sigurgöngu sinni áfram og leggi Keflvíkinga 1-2 međ marki í blálokin.

KR 1 - 1 Valur (Mánudag 19:15)
Ţetta verđur taktísk barátta ţessara stórvelda og mun enda međ jafntefli. Ég sé lokatölurnar verđa 1-1. Tvö mörk snemma og svo munu tveir góđir ţjálfarar gera sitt til ţess ađ tapa ekki leiknum.

HK 3 - 4 FH (Mánudag 19:15)
HK-liđiđ er til alls líklegt og á sínum degi er ţađ eitt skemmtilegasta liđ deildarinnar. FH-ingar eru ađ finna taktinn hćgt og rólega. Ţrátt fyrir góđa uppskeru er kemur ađ stigum held ég ađ liđiđ eigi enn nokkra gíra eftir til ađ komast á fullt. Ég held ađ FH nái í sigur í ţessum leik og tippa á ađ lokatölur verđi 3-4. Verđum viđ ekki ađ tippa á einn alvöru markaleik? Steven Lennon átti góđan leik í Kórnum á síđustu leiktíđ, honum líđur vel innandara. Reyndar utandyra líka, ef út í ţađ er fariđ. Hann setur allavega tvö.

ÍA 1 - 2 Stjarnan (Mánudag 19:15)
Skagamenn lentu í skakkaföllum í síđustu umferđ og óskar mađur meiddum leikmönnum góđs og skjóts bata. Stjarnan hefur ekki náđ fluginu enn og manni finnst ára liđsins svolítđ skrítinn akkúrat núna. Ég held ađ Stjarnan sćki sigur upp á Skaga. Ţessi leikur endar 1-2. Eyjólfur Héđinsson skorar annađ tímabiliđ í röđ á Akranesi. Viktor Jónsson jafnar og Óli Valur Ómarsson skorar sigurmarkiđ. Yrđi ţađ ţá enn eitt markiđ sem uppalinn Álftnesingur skorar fyrir Stjörnuna.

Fyrri spámenn:
Böddi löpp - 3 réttir
Hjörvar Hafliđa - 2 réttir
Jósef Kristinn - 1 réttur