sun 06.jún 2021
Karólína ţýskur meistari međ Bayern Munchen (Stađfest)
Landsliđskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er orđinn ţýskur meistari međ Bayern Munchen en ţetta varđ ljóst eftir ađ liđiđ lagđi Eintrach Frankfurt ađ velli í dag.

Alexandra Jóhannsdóttir, besta vínkona Karólínu Leu, er í Frankfurt og hún kom inn á sem varamađur í síđari hálfleiknum. Leiknum lauk međ sannfćrandi 4-0 sigri Bayern en Karólína kom inn á ţegar sex mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Ţetta er í fyrsta skiptiđ síđan 2016 sem Bayern Munchen er meistari í kvennaflokki og er ţetta annađ áriđ í röđ sem Íslendingur verđur meistari í ţýsku deildinni. Í fyrra tók Sara Björk Gunnarsdóttir ţann stóra međ Wolfsburg.

Bayern endar tímabiliđ međ tveimur stigum meira heldur en Wolfsburg en síđustu ár hefur Wolfsburg veriđ međ titilinn í sínum höndum.

Karólína gekk í rađir Bayern München í janúar á ţessu ári og spilađi hún sex leiki međ liđinu í ţýsku úrvalsdeildinni á ţessari leiktíđ.