fös 11.jún 2021
Byrjunarlið Íslands: Áslaug Munda byrjar
Áslaug á landsliðsæfingu á dögunum
Ísland mætir Írlandi í vináttuleik klukkan 17:00 og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net en einnig sýndur hjá Stöð 2 Sport. Liðin mætast svo aftur á þriðjudag.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum!

Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson er búinn að velja byrjunarliðið og hefur það verið gert opinbert.

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir byrjar í vinstri bakverðinum en hún er að spila sinn fimmta landsleik. Elísa Viðarsdóttir er þá í hægri bakverðinum og Agla María Albertsdóttir væntanlega á öðrum kantinum og Karólína Lea Vllhjálmsdóttir á hinum kantinum. Elín Metta Jensen er í fremstu víglínu.

Annað er frekar hefðbundið, liðið í heild má sjá hér að neðan.

Byrjunarlið Íslands:
Sanda Sigurðardóttir
Elísa Viðarsdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Inibjörg Sigurðardóttir
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
Alexandra Jóhannsdóttir
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Dagný Brynjarsdóttir
Agla María Albertsdóttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Elín Metta Jensen

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum!