fös 11.jún 2021
Vináttulandsleikur: Ísland sigraði Írland
Marki fagnað í leiknum
Ísland 3 - 2 Írland
1-0 Agla María Albertsdóttir ('11 )
2-0 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ('14 )
3-0 Dagný Brynjarsdóttir ('39 )
3-1 Heather Payne ('50 )
3-2 Amber Barrett ('92 )

Íslenska kvennalandsliðið mætti Írum í æfingaleik á Laugardalsvelli í kvöld.

Þetta var fyrsti landsleikurinn á Laugardalsvelli á árinu og fyrsti landsleikur kvennaliðsins á heimavelli undir stjórn Þorsteins Halldórssonar síðan hann tók við liðinu.

Leiknum lauk með 3-2 sigri Íslands. Agla María Albertsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir skoruðu mörk Íslands í fyrri hálfleik.

Á 50. mínútu minnkaði Heather Payne muninn fyrir Íra og Amber Barrett skoraði svo á 92. mínútu, nær komust írsku stelpurnar ekki.

Liðin mætast aftur í vináttulandsleik á Laugardalsvelli næstkomandi þriðjudag.