sun 13.jún 2021
Lengjudeild kvenna: KR vann Víking
Víkingur 1-2 KR
0-1 Guđmunda Brynja Óladóttir ('17)
1-1 Nadía Atladóttir ('58)
1-2 Guđmunda Brynja Óladóttir ('73)
Rautt spjald: Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir, Víkingur ('85)


Einn leikur fór fram í Lengjudeild kvenna í dag. Toppliđ KR heimsótti Víking. Svo fór ađ gestirnir fóru međ sigur ađ hólmi.

Stađan var 0-1 ţegar liđin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Guđmunda Brynja Óladóttir kom gestunum yfir. Nadía Atladóttir jafnađi fyrir Víking en Guđmunda skorađi síđan aftur og tryggđi KR stigin ţrjú.

Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir leikmađur Víkings fékk ađ líta sitt annađ gula spjald og ţar međ rautt undir lok leiksins.

Eins og áđur sagđi, er KR á toppi deildarinnar međ 15 stig eftir sex leiki en Víkingur í fjórđa sćti međ átta stig.