þri 15.jún 2021
Byrjunarlið Íslands: Cecilía og Sveindís byrja
Ísland mætir Írlandi í vináttuleik klukkan 17:00 og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net en einnig sýndur hjá Stöð 2 Sport.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum!

Þetta er annar leikur liðanna í glugganum því Ísland vann 3-2 sigur á föstudag.

Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson gerir fimm breytingar frá þeim leik. Cecilía Rán kemur í markið, breytingar eru í bakvarðastöðunum því þær Hafrún Rakel og Hallbera Guðný koma inn en miðjan helst óbreytt. Sveindís Jane kemur inn á kantinn og Berglind Björg byrjar fremst.

Byrjunarlið Íslands:
Cecilía Rán Rúnarsdóttir
Hafrún Rakel Halldórsdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
Hallbera Guðný Gísladóttir
Alexandra Jóhannsdóttir
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Dagný Brynjarsdóttir
Sveindís Jane Jónsdóttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Berglind Björg Þorvaldsdóttir

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum!