sun 20.jún 2021
Byrjunarlið Fylkis og ÍA: Fjórar breytingar á skagaliðinu
Arnar Már Guðjónsson byrjar hjá ÍA.
Jordan Brown byrjar hjá Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fylkir og ÍA mætast í 9. umferð Pepsi Max-deildar karla klukkan 17:00 í dag. Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér að neðan.

Smelltu hér fyrir beina textalýsingu

Fylkir spilaði síðast við Breiðablik laugardaginn 12. júní síðastliðinn. Breiðablik vann þann leik 2 - 0 og Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Stígsson þjálfarar liðsins gera tvær breytingar á liðinu. Unnar Steinn Ingvarsson og Torfi Tímoteus Gunnarsson fara út en inn koma þeir Jordan Brown og Óskar Borgþórsson.

ÍA tapaði líka síðasta leik sínum 0 - 2 en þeir mættu þá KA á heimavelli sínum á Akranesi. Óttar Bjarni Guðmundsson fékk að líta rauða spjaldið í þeim leik og tekur því út leikbann í dag. Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari liðsins gerir fjórar breytingar á liðinu. Inn koma þeir Aron Kristófer Lárusson, Jón Gísli Eyland Gíslason, Arnar Már Guðjónsson og Hákon Ingi Jónsson.

Í þeirra stað fara Þórður Þorsteinn Þórðarson, Brynar Snær Pálsson og Morten Beck á bekkinn auk þess sem Óttar Bjarni er sem fyrr segir í banni.

Byrjunarlið Fylkis:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
4. Arnór Gauti Jónsson
5. Orri Sveinn Stefánsson
7. Daði Ólafsson
8. Ragnar Bragi Sveinsson
9. Jordan Brown
10. Orri Hrafn Kjartansson
22. Dagur Dan Þórhallsson
28. Helgi Valur Daníelsson
77. Óskar Borgþórsson

Byrjunarlið ÍA:
31. Dino Hodzic (m)
4. Aron Kristófer Lárusson
6. Jón Gísli Eyland Gíslason
8. Hallur Flosason
9. Viktor Jónsson
10. Steinar Þorsteinsson
11. Arnar Már Guðjónsson (f)
17. Gísli Laxdal Unnarsson
19. Ísak Snær Þorvaldsson
22. Hákon Ingi Jónsson
44. Alex Davey

Leikir kvöldsins:
16:00 KA - Valur
17:00 Stjarnan - HK
17:00 Fylkir - ÍA
19:15 Breiðablik - FH
19:15 Keflavík - Leiknir