lau 10.júl 2021
[email protected]
Bestur í 2. deild: Skoraði eiginlega þrennu
 |
Reynir Haraldsson. |
Reynir Haraldsson var leikmaður tíundu umferðar 2. deildar karla að mati Ástríðunnar.
Reynir átti góðan leik fyrir ÍR í 6-0 sigri á KF. Reynir, sem er vinstri bakvörður, skoraði tvennu fyrir ÍR í leiknum.
„Hann skoraði eiginlega þrennu því að halda hreinu telur svo sterkt," sagði Sverrir Mar Smárason.
„Þetta er lykill í ÍR innan sem utan vallar. Hann skorar tvö mörk og heldur hreinu; hann verðskuldar að vera leikmaður umferðarinnar," sagði Óskar Smári Haraldsson.
„Hann er bara vel að því kominn," sagði Óskar jafnframt. Bestir í fyrri umferðum: 1. umferð: Axel Kári Vignisson (ÍR) 2. umferð: Marinó Hilmar Ásgeirsson (Kári) 3. umferð: Ruben Lozano (Þróttur V.) 4. umferð: Dagur Ingi Hammer (Þróttur V.) 5. umferð: Hörður Sveinsson (Reynir Sandgerði) 6. umferð: Marteinn Már Sverrisson (Leiknir F.) 7. umferð: Sæþór Olgeirsson (Völsungur) 8. umferð: Kenneth Hogg (Njarðvík) 9. umferð: Bjarki Björn Gunnarsson (Þróttur V.)
|