fös 16.júl 2021
Mjólkurbikar kvenna: Breiđablik í úrslit eftir ótrúlega dramatík - Tvö mörk í blálokin
Dramatík!
Breiđablik 4 - 3 Valur
1-0 Agla María Albertsdóttir ('21 )
2-0 Selma Sól Magnúsdóttir ('47 )
2-1 Mary Alice Vignola ('48 )
2-2 Ída Marín Hermannsdóttir ('65 )
3-2 Taylor Marie Ziemer ('74 )
3-3 Fanndís Friđriksdóttir ('90 )
4-3 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('90 )

Lestu um leikinn

Ţađ fór fram gríđarlega fjörugur undanúrslitaleikur í Mjólkurbikar kvenna í kvöld er Breiđablik og Valur áttust viđ.

Fyrr í kvöld tryggđi Ţróttur Reykjavík sér sćti í úrslitaleiknum en liđiđ vann sannfćrandi 4-0 sigur á FH.

Breiđablik byrjađi leikinn á heimavelli betur í kvöld og komst yfir međ fínu marki frá Öglu Maríu Albertsdóttur á 21. mínútu.

Annađ mark Blika var svo skorađ snemma í seinni hálfleik en Selma Sól Magnúsdóttir gerđi ţađ.

Valskonur gáfust ţó alls ekki upp og einni mínútu síđar minnkađi Mary Alice Vignola metin og stađan orđin 2-1.

Ída Marín Hermannsdóttir skorađi svo annađ mark Vals á 65. mínútu en hún afgreiddi fyrirgjöf Sólveigu Larsen í netiđ.

Ekki löngu seinna var stađan orđin 3-2 fyrir Blikum en varamađurinn Taylor Marie Ziemer skorađi ţá ţriđja mark ţeirra grćnklćddu stuttu eftir ađ hafa komiđ inná.

Stađan var 3-2 ţar til á 90. mínútu er Fanndís Friđriksdóttir jafnađi metin gegn sínum gömlu félögum eftir ađ hafa komiđ inná sem varamađur.

Ţetta mark dugđi Val hins vegar ađeins í einhverjar sekúndur en Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir komst í gegnum vörn gestaliđsins í nćstu sókn og skorađi fjórđa mark Blika.

Ótrúlegur 4-3 sigur Breiđabliks stađreynd og mćtir liđiđ Ţrótt í úrslitaleiknum í október.