fös 30.júl 2021
Arnór Sig til Venezia (Stađfest)
Landsliđsmađurinn Arnór Sigurđsson er genginn í rađir Venezia á láni út tímabiliđ frá CSKA.

Arnór er 22 ára og framlengir hann samninginn viđ rússneska félagiđ áđur en hann skiptir til Feneyja. Hann er nú samninsbundinn út tímabiliđ 2023-24.

Arnór á ađ baki fjórtán A-landsleiki. Hann er uppalinn Skagamađur en gekk í rađir Norrköping áriđ 2017.

Áriđ 2018 gekk hann svo í rađir CSKA og hefur veriđ hjá rússneska félaginu síđan. Skagamađurinn hefur komiđ ađ sautján mörkum CSKA í rússnesku deildinni á ţessum ţremur árum og unniđ sér inn fast sćti í íslenska landsliđshópnum.

Fjórir Íslendingar voru ţegar á mála hjá Venezia, sem tryggđi sér sćti í Seríu A á síđustu leiktíđ. en Óttar Magnús Karlsson og Bjarki Steinn Bjarkason spila međ ađalliđinu.

Jakob Franz Pálsson fór á láni til félagsins frá Ţór í febrúar og var síđan keyptur í sumar. Valur lánađi ţá Kristófer Jónsson í Venezia á dögunum en ţeir koma til međ ađ spila međ unglinga- og varaliđi félagsins. Hilmir Rafn Mikaelsson mun ţá ganga til liđs viđ félagiđ frá Fjölni á nćstu dögum.