ţri 03.ágú 2021
Íslendingaliđ Venezia ađ fá varnarmann frá Milan
Mattia Caldara er á leiđ til Venezia
Mattia Caldara, varnarmađur Milan á Ítalíu, er ađ ganga til liđs viđ Venezia á láni út tímabiliđ, en ítalskir fjölmiđlar greina frá ţessu í kvöld.

Caldara er 27 ára gamall miđvörđur sem er uppalinn hjá Atalanta en ţroskađist á lánstíma sínum hjá Cesena í B-deildinni.

Hann var keyptur til Juventus áriđ 2017 en spilađi ţó aldrei leik fyrir félagiđ áđur en Milan keypti hann ári síđar.

Caldara fékk ekki mikinn spiltíma hjá Milan á fyrstu leiktíđina og lék ađeins tvo leiki áđur en hann gerđi tveggja ára lánssamning viđ Atalanta.

Erfiđ meiđsli höfđu áhrif á spiltíma hans međ Atalanta en hann er nú búinn ađ ná sér og mun nýta tćkifćriđ međ Venezia, sem vann sér sćti í Seríu A, á síđasta tímabili.

Hann verđur á láni út tímabiliđ og fćr Venezia forkaupsréttinn á honum.

Fimm Íslendingar eru á mála hjá Venezia. Óttar Magnús Karlsson, Bjarki Steinn Bjarkason, Arnór Sigurđsson, Jakob Franz Pálsson og Kristófer Jónsson eru allir á mála hjá Feneyjarliđinu.