sun 12.sep 2021
Mourinho tók sprettinn frćga - „Leiđ eins og ég vćri 12 ára"
Jose Mourinho
Jose Mourinho, ţjálfari Roma á Ítalíu, gat ekki haldiđ aftur af sér ţegar Stephan El Shaarawy gerđi sigurmark liđsins í uppbótartíma gegn Sassuolo í kvöld en hann lék eftir sprettinn frćga frá 2004.

Mourinho fagnađi af innlifun er Porto sló út Manchester United í Meistaradeild Evrópu áriđ 2004. Hann hljóp allan völlinn, eitthvađ sem sést ekki oft hjá ţjálfurum í Evrópuboltanum.

Hann endurtók ţetta gegn Sassuolo í kvöld í 1000. leiknum á ţjálfaraferlinum ţegar El Shaarawy skorađi.

Mourinho hljóp alla endalínuna og fagnađi međ leikmönnum og stuđningsmönnum.

„Ég laug ađ öllum. Ég sagđi ađ ţađ ţessi 1000. leikur skipti mig engu máli en ég var skíthrćddur um ađ tapa. Viđ unnum sem betur fer og ég hljóp eins og krakki. Mér leiđ eins og ég vćri 12 ára en ekki 58 ára," sagđi Mourinho.