fim 16.sep 2021
Diljá Ýr kölluđ inn í landsliđiđ
Diljá Ýr Zomers, leikmađur Häcken í Svíţjóđ, hefur veriđ kölluđ inn í íslenska landsliđshópinn. Diljá kemur inn fyrir Hlín Eiríksdóttur sem glímir viđ meiđsli.

Framundan hjá kvennalandsliđinu er heimaleikur gegn Hollandi í undankeppni HM á ţriđjudag.

Landsliđsţjálfarinn Ţorsteinn Halldórsson sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag og var spurđur út í stöđuna á landsliđshópnum sem kom saman nýlega.

Hann var sérstaklega spurđur út í Hlín sem fór af velli í leik međ Piteĺ á sunnudag.

„Viđ köllum inn nýjan leikmann fyrir Hlín. Ţađ kom smá bakslag í hennar meiđsli í morgun ţannig viđ köllum inn nýjan leikmann," sagđi Ţorsteinn. „Viđ köllum inn Diljá Ýr."

Finnst ţér allar í hópnum vera á góđum stađ komandi inn í leikinn á ţriđjudaginn?

„Já, ég held ţađ. Ţetta lítur bara vel út. Ég er ánćgđur međ hvernig mannskapurinn hefur veriđ og ég er sáttur viđ standiđ á hópnum," sagđi Ţorsteinn.