fös 22.okt 2021
U17: Daníel Tristan tryggði jafntefli með marki seint í leiknum
Af æfingu í ágúst.
Íslenska U17 ára landsliðið mætti í dag Georgíu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM2022. Leikið er í fjögurra liða riðli í Ungverjalandi.

Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli og var það Daníel Tristan Guðjohnsen sem skoraði mark Íslands á 81. mínútu og jafnaði leikinn. Jóhannes Kristinn Bjarnason tók aukaspyrnu og stuttu síðar skoraði Daníel. Georgía hafði komist yfir með marki á 41. mínútu.

Bæði lið áttu átta markatilraunir en íslenska liðið átti fimm skot á mark Georgíumanna gegn tveimur frá þeim á íslenska markið. Ísland fékk eitt gult spjald í leiknum en Daníel Tristan var færður til bókar á 39. mínútu.

Ísland mætir Eistlandi á mánudag í 2. umferð riðilsins.

Byrjunarliðið:
Heiðar Máni Hermannsson (M)
Kristján Snær Frostason ('76 Benoný Breki Andrésson)
Arngrímur Bjartur Guðmundsson
Stefán Orri Hákonarson
Daníel Freyr Kristjánsson
Jóhannes Kristinn Bjarnason (F)
Rúrik Gunnarsson
William Cole Campbell ('89 Hákon Dagur Matthíasson)
Daníel Tristan Guðjohnsen
Ágúst Orri Þorsteinsson ('76 Ásgeir Galdur Guðmundsson)
Birkir Jakob Jónsson ('82 Róbert Frosti Þorkelsson)

Þjálfari: Jörundur Áki Sveinsson