fös 22.okt 2021
Byrjunarlið Íslands: Guðrún kemur inn - Alexandra sest á bekkinn
Guðrún byrjar í miðverðinum við hlið Glódísar.
Karólína Lea (til hægri) á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ísland mætir Tékklandi klukkan 18:45 á Laugardalsvelli. Byrjunarlið liðsins hefur verið opinberað og eru tvær breytingar á því frá leiknum gegn Hollandi í síðasta mánuði.

Inn í liðið koma þær Guðrún Arnardóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Á bekkinn fara Alexandra Jóhannsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir.

Ein breyting er á byrjunarliðinu miðað við líklegt byrjunarlið sem Fótbolti.net setti upp fyrr í dag. Agla María Albertsdóttir er í liðinu og Alexandra á bekknum.

Tékkland er með fjögur stig í riðlinum eftir tvo leiki en Ísland er án stiga eftir einn leik.Byrjunarlið Íslands:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
4. Glódís Perla Viggósdóttir
5. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (f)
8. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
10. Dagný Brynjarsdóttir
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
17. Agla María Albertsdóttir
18. Guðrún Arnardóttir
20. Guðný Árnadóttir
23. Sveindís Jane Jónsdóttir