sun 21.nóv 2021
[email protected]
Byrjunarlið Tottenham og Leeds: Conte gerir tvær breytingar
 |
Joe Gelhardt er í byrjunarliði Leeds í fyrsta sinn |
Tottenham Hotspur og Leeds United eigast við í 12. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 16:30. Antonio Conte gerir tvær breytingar á liði sínu.
Japhet Tanganga og Harry Winks koma inn í lið Tottenham í dag á meðan Marcelo Bielsa gefur ungum og spennandi framherja tækifæri í dag.
Sá heitir Joe Gelhardt og er 19 ára gamall. Mateusz Klisch kemur einnig inn í liðið.
Tottenham: Lloris, Tanganga, Dier, Davies, Royal, Hojbjerg, Winks, Reguilon, Moura, Son, Kane
Leeds: Meslier, Dallas, Llorente, Cooper, Struijk, Phillips, Forshaw, Klich, James, Harrison, Gelhardt
|