mán 22.nóv 2021
[email protected]
Southgate búinn að skrifa undir (Staðfest) - Bundinn út 2024
 |
Gareth Southgate. |
Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands hefur skrifað undir nýjan samning við enska fótboltasambandið og er nú bundinn til desember 2024.
Fyrri samningur Southgate var út HM í Katar 2022 en hann hefur verið landsliðsþálfari Englendinga síðan í nóvember 2016.
Hann kom liðinu í úrslitaleik EM alls staðar og mun stýra liðinu á EM 2024, ef liðið tryggir sér sæti í keppninni.
„Það eru algjör forréttindi að stýra þessu liði. Það eru stór tækifæri í framtíðinni," segir Southgate sem stýrði Englandi til sigurs í riðli sínum í undankeppni HM. Farseðillinn til Katar er klár.
Southgate fær mikla launahækkun með nýjum samningi.
|