mán 22.nóv 2021
[email protected]
Líkir ungstirni Roma við Eto'o
 |
Felix Afena-Gyan fagnar með liðsfélögum sínum. |
Hinn átján ára gamli Felix Afena-Gyan var óvænt hetja Roma í ítölsku A-deildinni um helgina.
Afena-Gyan kom inn af bekknum gegn Genoa þegar fimmtán mínútur voru eftir og staðan markalaus. Hann skoraði tvívegis eftir innkomuna og Roma vann 2-0.
Sjá einnig: Mourinho þarf að kaupa skó fyrir 800 evrur Oliver Arthur, umboðsmaður Afena-Gyan, líkir ungstirninu við Samuel Eto'o, fyrrum sóknarmann Barcelona og Inter.
„Þegar horft er á líkamsburði hans, kraft og hraða þá er hann mjög líkur Eto'o. En það þarf að halda vel utan um hann," segir Arthur.
Afena-Gyan var nýlega valinn í landsliðshóp Gana.
„Honum langar til að æfa, vaxa og verða stór hluti af landsliði Gana. Hann er elskaður í Afríku og allir eru að tala um hann. Allir vilja taka viðtal við hann," segir Arthur.
|