mán 22.nóv 2021
[email protected]
Man Utd byrjað að vinna í Pochettino
 |
Mauricio Pochettino að snúa aftur til Bretlandseyja? |
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United er með hraðar hendur og er þegar byrjað að vinna í því að fá Mauricio Pochettino frá Paris Saint-Germain. Duncan Castles greinir frá þessu.
Ole Gunnar Solskjær var látinn fara frá félaginu í gær eftir þrjú ár í starfi en Michael Carrick stýrir liðinu tímabundið á meðan United finnur annan stjóra.
Samkvæmt ensku miðlunum þá vill Pochettino taka við starfinu og er reiðubúinn að yfirgefa Paris Saint-Germain.
Duncan Castles, sem greindi manna fyrst frá neyðarfundi United á laugardag, segir að félagið sé byrjað að vinna í því að fá Pochettino en það þarf að kaupa hann út úr samningnum við franska félagið.
Pochettino tók við PSG af Thomas Tuchel fyrr á þessu ári en er ekki ánægður í Frakklandi og vill aftur til Englands.
|