þri 23.nóv 2021
Sænska U19 lið kvenna hætti við Íslandsför
Byrjunarlið U19 fyrir leik í september.
Jörundur Áki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sænska fótboltasambandið hefur tilkynnt KSÍ að hætt hafi verið við Íslandsför U19 landsliðs kvenna vegna stöðu Covid-faraldursins á Íslandi.

Til stóð að U19 lið þjóðanna myndu mætast í tveimur leikjum síðar í mánuðinum. Samkvæmt frétt á heimasíðu KR er vonast til þess að hægt verði að taka upp þráðinn og spila þessa leiki á nýju ári.

Íslenska U19 liðið mun engu að síður koma saman og æfa, auk þess að spila æfingaleik við Breiðablik laugardaginn 27. nóvember kl. 13:00 á Kópavogsvelli. Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari liðsins, hefur valið leikmannahópinn fyrir verkefnið.

Alls eru valdir 20 leikmenn. Þróttur Reykjavík á flesta fulltrúa eða fjóra talsins, Breiðablik og Stjarnan koma þar á eftir með þrjá talsins. Auk þess er einn leikmaður frá Augnabliki sem er venslafélag Breiðabliks.

Hópurinn:
Birna Kristín Björnsdóttir - Augnablik
Hildur Lilja Ágústsdóttir - Breiðablik
Írena Héðinsdóttir Gonzales - Breiðablik
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir - Breiðablik
María Catharina Ólafsd. Gros - Celtic
Tinna Brá Magnúsdóttir - Fylkir
Berglind Þrastardóttir - Haukar
Mikaela Nótt Pétursdóttir - Haukar
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir - Selfoss
Eyrún Embla Hjartardóttir - Stjarnan
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir - Stjarnan
Sædís Rún Heiðarsdóttir - Stjarnan
Aldís Guðlaugsdóttir - Valur
Sigríður Theód. Guðmundsdóttir - Valur
Dagný Rún Pétursdóttir - Víkingur R.
Andrea Rut Bjarnadóttir - Þróttur R.
Jelena Tinna Kujundzic - Þróttur R.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - Þróttur R.
Freyja Karín Þorvarðardóttir - Þróttur R.
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir - Þór/KA