fös 26.nóv 2021
[email protected]
Umspilið fyrir HM: Ítalía og Portúgal verða ekki bæði í Katar
Í dag var dregið í evrópska HM umspilið. Tólf lið berjast um þrjú laus sæti á HM í Katar. Undanúrslitaleikirnir sex verða 24. og 25. mars á komandi ári. Úrslitaleikirnir þrír 28. og 29. mars.
Leið eitt - Undanúrslit: Skotland - Úkraína
Wales - Austurríki (sigurvegari fær heimaleik í úrslitum)
Leið tvö - Undanúrslit: Rússland - Pólland (sigurvegari fær heimaleik í úrslitum)
Svíþjóð - Tékkland Leið þrjú - Undanúrslit: Ítalía - Norður Makedónía
Portúgal - Tyrkland (sigurvegari fær heimaleik í úrslitum)
Evrópumeistarar Ítalíu eru í sömu leið og Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal. Þau landslið gætu því mæst í hreinum úrslitaleik í Portúgal um sæti á HM. Ljóst er að bæði lið verða ekki á HM.
|