lau 27.nóv 2021
[email protected]
Championship: Íslendingarnir fá ekkert að spila
 |
Daníel Leó Grétarsson. |
 |
Jón Daði Böðvarsson. |
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
|
 |
Fulham er á toppnum. |
Mynd: Getty Images
|
Varnarmaðurinn Daníel Leó Grétarsson bíður enn eftir því að spila sína fyrstu mínútu í Championship-deildinni á þessari leiktíð.
Hann var í dag ónotaður varamaður þegar Blackpool tapaði 1-0 á útivelli gegn Birmingham. Blackpool situr í 11. sæti deildarinnar í augnablikinu.
Daníel byrjaði tvo síðustu landsleiki hjá Íslandi en fær ekki mikið hlutverk hjá Blackpool á Englandi. Hann er ekki enn búinn að spila mínútu í deildinni á þessu tímabili.
Það er sömu sögu að segja af Jóni Daða Böðvarssyni. Hann var ekki í hóp hjá Millwall í dag er liðið tapaði fyrir Hull City á útivelli. Jón Daði er ekki í plönum Millwall virðist vera.
Eftir leiki dagsins er Fulham á toppi deildarinnar með einu stigi meira en Bournemouth. Bæði þessi lið gerðu jafntefli í leikjum sínum í dag, en öll úrslitin frá þessum laugardegi má sjá hér fyrir neðan.
Bournemouth 2 - 2 Coventry 1-0 Jaidon Anthony ('45 )
2-0 Philip Billing ('66 )
2-1 Matthew Godden ('85 )
2-2 Todd Kane ('90 )
Rautt spjald: Jefferson Lerma, Bournemouth ('68)
Birmingham 1 - 0 Blackpool 1-0 Lucas Jutkiewicz ('81 )
Huddersfield 1 - 2 Middlesbrough 0-1 Duncan Watmore ('16 )
0-2 Duncan Watmore ('23 )
0-3 Luke Daniels ('90 , sjálfsmark)
Hull City 2 - 1 Millwall 1-0 George Honeyman ('29 )
1-1 Tom Bradshaw ('45 )
2-1 Ryan Longman ('53 )
Luton 1 - 2 Cardiff City 0-1 Rubin Colwill ('9 )
1-1 Jordan Clark ('63 )
1-2 Sean Morrison ('76 )
Peterborough United 0 - 0 Barnsley Preston NE 1 - 1 Fulham 0-1 Tim Ream ('15 )
1-1 Ched Evans ('72 )
Stoke City 0 - 1 Blackburn 0-1 Reda Khadra ('52 )
Swansea 2 - 3 Reading 1-0 Jamie Paterson ('3 )
1-1 Tom Dele-Bashiru ('4 )
1-2 Andrew Carroll ('30 )
2-2 Ryan Manning ('49 )
2-3 Daniel Drinkwater ('50 )
|