sun 28.nóv 2021
[email protected]
Guardiola: Held að ég muni ekki þjálfa annað lið á Englandi
Pep Guardiola, stjóri Englandsmeistara Manchester City, hefur gefið það út að hann mun að öllum líkindum ekki þjálfa annað lið á Englandi á sínum ferli.
Guardiola tók við Manchester City árið 2016 og unnið fullt af titlum fyrir félagið. Hann á hins vegar enn eftir það vinna þann stærsta, Meistaradeild Evrópu.
„Mig langar að þjálfa landslið, mig langar að finna gleðina sem fylgir því að fara á Evrópumót og heimsmeistaramót," sagði Pep.
„Á Englandi þá held ég að það verði alltaf City. Ég held að ég muni ekki þjálfa annað lið á Englandi." Samningur Pep við Manchester City rennur út árið 2023 en Guardiola segist ekki vita hvað gerist í framtíðinni.
Þessa stundina er í gangi leikur Manchester City og West Ham í ensku úrvalsdeildinni.
|