sun 28.nóv 2021
Leik Burnley og Tottenham frestað vegna snjókomu
Leikur Burnley og Tottenham átti að hefjast núna klukkan 14 í ensku úrvalsdeildinni.

Turf Moor er hins vegar þakinn í snjó og ekki er hægt að spila á vellinum. Leiknum hefur því verið frestað.

Rétt í þessu var verið að senda leikmenn inn í klefa að nýju og þeim tilkynnt að leikurinn fari ekki fram.

Jóhann Berg Guðmundsson átti að vera í byrjunarliði Burnley í leiknum.

Óvíst er á þessari stundu hvenær leikurinn verður spilaður.