sun 28.nóv 2021
[email protected]
Championship: Brewster og Sharp sáu um Bristol
 |
Brewster í leik gegn Liverpool. |
Sheffield Utd 2 - 0 Bristol City 1-0 Rhian Brewster ('40 )
2-0 Billy Sharp ('90)
Eini leikur dagsins í Championship deildinni fór fram í Sheffield í dag en þá áttust við Sheffield United og Bristol City.
Liðin eru á svipuðum slóðum í deildinni en fyrir leikinn í dag þá voru þau jöfn að stigum í 18 og 19 sæti deildarinnar.
Gamli Liverpool leikmaðurinn Rhian Brewster skoraði fyrra mark leiksins í dag en það kom seint í fyrri hálfleiknum. Hann skoraði þá eftir sendingu frá Enda Stevens.
Það var svo gamla kempan Billy Sharp sem gulltryggði sigur Sheffield með marki í uppbótartímanum. Góður 2-0 sigur Sheffield því staðreynd.
Með sigrinum fer Sheffield upp í þrettánda sæti deildarinnar á meðan Bristol er í því átjánda.
|