sun 28.nóv 2021
Byrjunarlið Chelsea og Man Utd: Ronaldo á bekknum
Carrick bekkjar Ronaldo.
Werner byrjar.
Mynd: EPA

Stórleikur umferðarinnar í enska boltanum þessa helgina hefst klukkan 16:30 en þá mætast Chelsea og Manchester United á Stamford Bridge í London.

Chelsea hefur spilað mjög vel á þessari leiktíð en liðið situr í efsta sæti deildarinnar. Liðið vann öflugan sigur á Leicester í síðustu umferð en sömu sögu er ekki hægt að segja um andstæðinga þeirra í dag.

Man Utd fékk skell í síðasta deildarleik en liðið tapaði þá verðskuldað 4-1 gegn nýliðum Watford. Í kjölfarið fékk Ole Gunnar Solskjær sparkið og mun Michael Carrick stýra liðinu í þessum leik í dag.

Tomas Tuchel, stjóri Chelsea, gerir fjórar breytingar á liðinu frá sigrinum gegn Leicester. Ben Chilwell, Mason Mount, N'golo Kante og Kai Havertz fara úr liðinu en Timo Werner, Marcos Alonso, Hakim Ziyech og Ruben Loftus-Cheek koma inn í liðið.

Michael Carrick, bráðabirgðastjóri United, gerir þrjár breytingar á liðinu frá niðurlægingunni gegn Watford. Luke Shaw, Cristiano Ronaldo og Harry Maguire fara úr liðinu en inn koma Fred, Nemanja Matic og Alex Telles.

Chelsea: Mendy, James, Azpilicueta, Silva, Rudiger, Alonso, Kovacic, Jorginho, Mount, Hudson-Odoi, Havertz.
(Varamenn:

Man Utd: De Gea, Bissaka, Lindelof, Bailly, Telles, McTominay, Fred, Bruno, Rashford, Matic, Sancho.
(Varamenn: Henderson, Dalot, Jones, Lingard, Mata, de Beek, Greenwood, Martial, Ronaldo).