sun 28.nóv 2021
Ítalía: Óvænt tap AC Milan á heimavelli
Berardi skoraði gegn Milan.
Þremur leikjum var að ljúka í Serie A deildinni á Ítalíu í dag en óvænt úrslit litu dagsins ljós.

AC Milan, sem er jafnt Napoli að stigum á toppi deildarinnar, tapaði mjög óvænt á heimavelli gegn Sassuolo. Milan komst yfir með marki frá Alessio Romagnoli en gestirnir svöruðu með þremur mörkum og unnu frábæran sigur.

Marko Arnautovic tryggði Bologna góðan sigur á Spezia en hann skoraði úr vítaspyrnu þegar einungis sjö mínútur voru til leiksloka.

Þá skildu Udinese og Genoa jöfn 0-0 í hádegisleiknum í dag.

Milan 1 - 3 Sassuolo
1-0 Alessio Romagnoli ('21 )
1-1 Gianluca Scamacca ('24 )
1-2 Simon Kjaer ('33 , sjálfsmark)
1-3 Domenico Berardi ('66 )
Rautt spjald: Alessio Romagnoli, Milan ('77)

Spezia 0 - 1 Bologna
0-1 Marko Arnautovic ('83 , víti)

Udinese 0 - 0 Genoa