sun 28.nóv 2021
[email protected]
Sjáðu markið: Sancho nýtti sér skelfileg mistök Jorginho
Manchester United er búið að taka forystuna gegn Chelsea í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.
Chelsea var með algjöra stjórn á leiknum í fyrri hálfleik en náði ekki að skora. David de Gea er enn á ný - á þessu tímabili - að reynast andstæðingnum erfiður.
Það er alltaf hættulegt þegar þú nýtir þér ekki tækifærið; hætta á að þér verði refsað.
Það er það sem United hefur gert í byrjun seinni hálfleiks. Jadon Sancho var að koma Man Utd yfir. Hann er núna búinn að skora í tveimur leikjum í röð.
Sancho skoraði eftir skelfileg mistök hjá Jorginho. Markið má sjá með því að smella hérna.
|