mán 29.nóv 2021
[email protected]
Lið vikunnar í enska - Fjórir fulltrúar Liverpool
Chelsea og Manchester United skiptu stigunum á milli sín 1-1, Manchester City vann West Ham 2-1 í snjóbolta og Liverpool rúllaði yfir Southampton 4-0.
Arsenal vann botnlið Newcastle 2-0, Aston Villa hefur unnið báða leikina undir stjórn Steven Gerrard og lagði Crystal Palace á laugardag 2-1 og Leicester vann Watford 4-2 í skemmtilegum leik.
Brentford vann langþráðan sigur gegn Everton en markalaust var í Norwich - Wolves og Brighton - Leeds. Þá var leik Leeds og Tottenham frestað vegna snjókomu.
Garth Crooks, sérfræðingur BBC, velur úrvalslið vikunnar.
|