fim 02.des 2021
Myndi vilja Elínu Mettu til West Ham - Áslaug Dóra efnilegust
Elín Metta (fremst)
Áslaug Dóra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Dagný Brynjarsson sat fyrir svörum í Hraðaspurningum Heimavallarins á dögunum. Dagný, sem er leikmaður West Ham á Englandi, svaraði þar ýmsum spurningum sem Hulda Mýrdal spurði.

Dagný svaraði spurningum um landsliðið, sig sjálfa, ferilinn og ýmislegt annað.

Meðal spurninga var hvaða leikmann hún myndi vilja kaupa til West Ham.

„Ég myndi taka Christine Sinclair [leikmann Portland Thorns og kanadíska landsliðsins] og Elínu Mettu [Jensen], hún myndi sjá um að raða inn mörkunum," sagði Dagný sem lék með Sinclair hjá Portland á sínum tíma.

Þá var hún spurð hver væri efnilegasti leikmaður á Íslandi í dag.

„Ég ætla segja Áslaug Dóra [Sigurbjörnsdóttir] í Selfossi. Ég held hún eigi eftir að ná langt ef hún heldur rétt á spilunum," sagði Dagný.