fim 02.des 2021
Kjær fer í aðgerð á morgun - Líklega frá út tímabilið
Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum fer Simon Kjær í hnéaðgerð á morgun eftir að hafa skaddað liðbönd í vinstra hné í leik AC Milan gegn Genoa í gær.

Kjær er miðvörður Milan en var borinn af velli á fjórðu mínútu gegn Genoa í gær og fór í læknisskoðun í dag.

Tímabilinu hjá Kjær er því líklega lokið en hann verður að öllum líkindum frá í sex mánuði eftir aðgerðina.

Kjær er 32 ára miðvörður og fastamaður í liði Milan. Hann skrifaði nýlega undir tveggja ára samning við ítaslak félagið.