ţri 07.des 2021
Dómari sem hafđi hlotiđ dóm fyrir nauđgun látinn fara frá KSÍ
Dómaraflauta
Úttektarnefnd ÍSÍ hefur lokiđ störfum en hún var sett saman til ađ gera úttekt á viđbrögđum og málsmeđferđ KSÍ vegna kynferđisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliđum Íslands.

Í skýrslu nefndarinnar kemur fram ađ KSÍ hafi frá árinu 2010 fengfengiđ ábendingar eđa tilkynningar um tvö önnur mál sem varđa kynferđisofbeldi.

Úr skýrslunni:
Annađ máliđ mun varđa knattspyrnudómara sem hafi hlotiđ dóm fyrir nauđgun en sá einstaklingur mun tafarlaust hafa veriđ látinn hćtta dómgćslu í kjölfar ţess ađ dómur um sakfellingu kom til vitneskju KSÍ. Beiđni mannsins um ađ hann fengi ađ dćma leiki á međan mál hans vćri í áfrýjunarferli var hafnađ af hálfu KSÍ og hefur hann ekki dćmt leiki síđan fyrir sambandiđ.

Hitt máliđ mun varđa hegđun einstaklings sem sinnti tímabundnu verkefni sem verktaki í keppnisferđ eins af yngri landsliđum Íslands og beindist ađ starfsmanni hótels sem liđiđdvaldi á. Sá verktaki mun ekki hafa sinnt neinum verkefnum fyrir KSÍ eftir ađ sambandiđ fékk vitneskju um máliđ.

Auk ţess er nefndinni kunnugt um tvö mál frá árinu 2010 ţar sem KSÍ hefur ţurft ađ taka á kynferđislegri áreitni af hálfu einstaklings sem sinnt hefur verkefnum innan knattspyrnuhreyfingarinnar á vegum KSÍ. Ţar sem umbođ úttektarnefndarinnar nćr einungis til ţess ađ fjalla um vitneskju innan stjórnar og starfsmanna KSÍ um kynferđislegt og kynbundiđ ofbeldi telur nefndin ekki rétt ađ fjalla sérstaklega um atvik ţeirra mála í ţessum kafla skýrslunnar.