fös 10.des 2021
[email protected]
Hörður Björgvin spáir í 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
 |
Hörður Björgvin á landsliðsæfingu í mars |
 |
Ekkert gengið hjá Auba að undanförnu |
Mynd: EPA
|
 |
Vardy og Maddison sjá um Newcastle ef þeir smitast ekki |
Mynd: Getty Images
|
 |
Vlasic kom til West Ham frá CSKA. |
Mynd: Getty Images
|
 |
Benítez er kominn í gang |
Mynd: EPA
|
Sextánda umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst í kvöld, föstudagskvöld, á viðureign Brentford og Watford.
Umferðin heldur áfram á laugardag og lýkur svo á sunnudag.
Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður og leikmaður CSKA í Moskvu, er spámaður umferðarinnar. Hörður er að snúa til baka eftir hásinaslit.
Sveindís Jane Jónsdóttir spáði í leiki síðustu helgar og var með sex rétta, getspakasti spámaðurinn til þessa.
Svona spáir Hörður leikjum helgarinnar:
Brentford 2-2 Watford Ég er alveg lúmskt hrifinn af því sem er í gangi hjá Brentford. Allt byggist á xG hugmyndafræðinni. Þeir verða kóngar í tölfræðinni en fá því miður bara stig í þessum leik gegn óvenju vel gíruðum Watfordmönnum.
Man City 2-1 Wolves Fannst eiginlega hundleiðinlegt að fylgjast með Wolves í síðasta leik og gæti verið svipað í þessari viðureign. Ef þeir fá mark á sig snemma þá gæti þetta verið markaleikur en held mig bara við 2-1.
Arsenal 2-0 Southampton Markvarðarugl í gangi hjá Southampton. Aubameyang skorar loksins og Nallarar vinna þetta svona nokkuð þægilega.
Chelsea 3-1 Leeds Evrópumeistarnir koma sér aftur á skrið eftir smá blunder í síðustu leikjum. Gætu lent óvænt undir en vinna þennan leik alltaf. Bielsaball trompar ekki þetta Gegenpress-hybrid.
Liverpool 4-2 Aston Villa Gerrard mætir aftur á Anfield í næs stemningu en fer stigalaus til Birmingham. Sé ekki Villa stöðva þessa pressuvél. Easy að segja að Salah skori eitt og leggi upp. Ætla að gerast frakkur og segja að Origi skori þriðja leikinn í röð.
Norwich 1-3 Man Utd Vel hvíldir þarna í United. Það er einhver góður fílingur yfir þessu hjá Rangnick. Fá alltaf á sig eitt mark en skora að minnsta kosti þrjú í smettið á Norwich. Rangnick is at the wheel og allt það. Brighton 1-1 Tottenham Þessi leikur fer ekki fram um helgina en þegar hann mun spilast þá má bæta einum rétt við síðar meir. Klassískt 1-1 algjörlega óháð því hver spilar og hvenær.
Burnley 1-2 West Ham Það er eiginlega erfiðast að spá fyrir um þennan leik. Ekkert grín að fara á Turf Moor en gott challenge fyrir minn mann Moyes. Langar að henda í lúmskt mark frá Vlasic, þetta er gullmoli sem mun blómstra.
Leicester 2-0 Newcastle Það má eiginlega senda þetta Newcastle lið niður sem fyrst. Jamie Vardy og Maddison hjálpa til við að gera það að veruleika ef þeir smitast ekki óvænt af veirunni skæðu. Amanda Staveley og einhver úr þessum ríkissjóði Sádana verða svaka peppuð á leiknum og búast við einhverju kraftaverki sem gerist ekki.
Crystal Palace 1-2 Everton Heyrðuð það fyrst hér að Benítez er kominn í gang. Mínir menn vinna annan leikinn í röð og þessi spá er aðeins byggð á tilfinningum ekki einhverri tölfræði. Þannig möguleiki að þessi leikur fari á allt annan veg.
Fyrri spámenn: Sveindís Jane - 6 réttir Aron Þrándar - 5 réttir Siffi G - 5 réttir Davíð Snær - 5 réttir Benni Gumm - 5 réttir Mist Edvards - 5 réttir Karitas - 5 réttir Jeppkall - 4 réttir Ísak Bergman - 4 réttir Albert Brynjar - 4 réttir DigiticalCuz - 4 réttir Sammi - 4 réttir Elías Már - 3 réttir Orri Steinn - 3 réttir Davíð Atla - 2 réttir
|