mið 12.jan 2022
Stefán Teitur yfirgaf landsliðið og fór heim til Danmerkur
Stefán Teitur Þórðarson yfirgaf herbúðir íslenska landsliðsins í gær og hélt heim til Danmerkur. Þetta herma heimildir Fótbolta.net.

Stefán Teitur meiddist á æfingu landsliðsins snemma í vikunni.

„Við æfðum í gær og æfðum svo í morgun. Alex (Þór Hauksson) fann aðeins til í náranum, Stebbi [Stefán Teitur Þórðarson] fann aðeins til í lærinu og Ingvar Jónsson var aðeins aumur í kálfanum í morgun," sagði Arnar Þór Viðarsson á mánudag.

Stefán Teitur er því sennilega farinn vegna meiðsla í læri og kominn til Silkeborg í Danmörku.