mið 12.jan 2022
Arsenal að fá Arthur frá Juve?
Arthur á að baki 21 landsleik fyrir Brasilíu.
Juventus er sagt ætla að lána brasilíska miðjumanninn Arthur frá sér út tímabilið.

Samkvæmt RMC Sport er Arsenal með augastað á Arthur og gæti fengið hann til sín út þetta keppnistímabil.

Arthur er 25 ára gamall og er uppalinn hjá Gremio í heimalandinu. Hann gekk í raðir Barcelona árið 2018 en kom til Juventu í skiptum fyrir Miralem Pjanic sumarið 2020.

Hann hefur einungis komið við sögu í ellefu leikjum með Juventus á tímabilinu og er í algjöru aukahlutverki.

Arsenal er án Thomas Partey vegna Afríkukeppninnar og er búið að lána Ainsley-Maitland Niles til Roma.