fös 14.jan 2022
[email protected]
Spánn um helgina - Bikar í boði í Sádi-Arabíu
 |
Það er bikar í boði fyrir Real Madrid |
Það er blanda þessa helgina á Spáni en spilað er í deildinni, konungsbikarnum og Ofurbikarnum.
Á laugardag eru fjórir leikir í 16-liða úrslitum konungsbikarsins en Mallorca og Espanyol eigast við klukkan 15:00. Real Betis og Sevilla mætast í nágrannaslag klukkan 20:30.
Það er svo veisla á sunnudeginum. Atletico Baleares og Valencia eigast við í bikarnum klukkan 11:00 áður en Elche mætir Villarreal í deildinni tveimur tímum síðar.
Athletic Bilbao og Real Madrid mætast svo í úrslitaleiknum í Ofurbikarnum klukkan 18:30.
Leikir helgarinnar: Laugardagur: Konungsbikarinn: 15:00 Mallorca - Espanyol
17:30 Sporting Gijon - Cadiz
17:30 Girona - Vallecano
20:30 Betis - Sevilla
Sunnudagur: 13:00 Elche - Villarreal
Konungsbikarinn: 11:00 Atletico Baleares - Valencia
Ofurbikarinn: 18:30 Real Madrid - Athletic
|