mán 17.jan 2022
Bailly varð fyrir höfuðmeiðslum undir lok leiks í gær
Eric Bailly varð fyrir höfuðmeiðslum undir lok Fílabeinsstrandarinnar gegn Síerra Leóne í gær. Liðin áttust við í riðlakeppni Afríkukeppninnar og var þessi miðvörður Manchester United á sínum stað í byrjunarliði Fílabeinsstrandarinnar.

Bailly þurfti að fara af velli í uppbótartíma þar sem hann skallði í leikmann Síerra Leóne eftir fyrirgjöf.

Ekki er víst hversu lengi Bailly verður frá en eftir að hann fór af velli tókst Síerra Leóne að skora sitt annað mark og knýja fram jafntefli.

Markvörður Fílabeinsstrandarinnar gerði hræðileg mistök í upptbótartímanum sem leikmenn Síerra Leóne nýttu sér og skoruðu auðvelt mark.

Fílabeinsströndin er með fjögur stig í riðlinum eftir tvo leiki og í efsta sæti riðilsins fyrir leikinn gegn Alsír á fimmtudag.