ţri 18.jan 2022
Fyrst allra kvenna til ađ dćma í Afríkukeppninni
Salima Mukansanga hafđi nóg ađ gera í leiknum og lyfti gula spjaldinu sex sinnum á loft
Salima Mukansanga braut blađ í sögunni í dag er hún varđ fyrsta konan til ađ dćma í Afríkukeppninni.

Mukansanga er 34 ára gömul og dćmdi á sínu fyrsta stórmóti áriđ 2019 á HM í Frakklandi.

Hún fékk smjörţefinn af Afríkukeppninni er Gínea vann Malaví, 1-0, ţar sem hún var fjórđi dómari en í dag braut hún og teymi hennar blađ í sögunni er ţćr dćmdu leik Simbabve og Gíneu.

Dómarateymiđ var skipađ fjórum konum. Mukansanga, sem er frá Rúanda, var ađaldómari. Carine Atemzabong frá Kamerún og Fatiha Jermoumi frá Marokkó voru ađstođardómarar og ţá var Bouchra Karboubi, sem er einnig frá Marokkó, VAR-dómari.

„Mukansanga hefur ţurft ađ yfirstíga erfiđar hindrandir til ađ komast á ţennan stađ og hún á mikiđ hrós skiliđ. Ţetta augnablik er ekki bara fyrir Salima heldur allar ungar stelpur í Afríku sem eru međ ástríđu fyrir fótbolta og vilja dćma í framtíđinni," sagđi Eddy Maillet, yfirmađur dómaranefndar fótboltasambands Afríku.